Ef persónulegar upplýsingar á borð við lykilorð fyrir innskráningu fara ódulrituð yfir internetið, er mjög auðvelt að hlera þær. Ef þú ert að skrá þig inn á eitthvað vefsvæði, ættirðu að ganga úr skugga um að vefsvæðið bjóði HTTPS-dulritun, sem verndar gegn þessari tegun hlerana. Þú getur sannreynt þetta á staðsetningastikunni: ef tengingin þín er dulrituð, byrjar slóðin með “https://” í stað bara “http://”.

Eftirfarandi skýringamynd sýnir hvaða upplýsingar eru sýnilegar milliliðum með og án Tor-vafrans með HTTPS-dulritun:

  • Smelltu á “Tor”-hnappinn til að sjá hvaða gögn eru sýnileg eftirlitsaðilum þegar þú ert að nota Tor. Hnappurinn verður grænn til að gefa til kynna að kveikt sé á Tor.
  • Smelltu á ““HTTPS””-hnappinn til að sjá hvaða gögn eru sýnileg eftirlitsaðilum þegar þú ert að nota HTTPS. Hnappurinn verður grænn til að gefa til kynna að HTTPS sé virkt.
  • Þegar báðir hnapparnir eru grænir, sérðu gögnin sem eru sýnileg milliliðum þegar þú notar bæði þessi verkfæri.
  • Þegar báðir hnapparnir eru gráir, sérðu gögnin sem eru sýnileg milliliðum þegar þú notar hvorugt þessara verkfæra.



MÖGULEGA SÝNILEG GÖGN
www.vefur.is
Vefsvæðið sem verið er að skoða.
notandi / lykilorð
Notandanafn og lykilorð sem notuð eru við auðkenningu.
gögn
Gögn sem verið er að senda.
staður
Netstaðsetning tölvunnar sem notuð er til að heimsækja vefsvæðið (opinbert IP-vistfang).
tor
Hvort verið er að nota Tor eða ekki.