Ávallt þarf að halda Tor-vafranum uppfærðum í nýjustu útgáfu. Ef þú heldur áfram að nota úrelta útgáfu af hugbúnaðnum, ertu berskjaldaður fyrir alvarlegum öryggisveilum sem stofna nafnleynd þinni og öryggi í hættu.
Tor-vafrinn mun áminna þig á að uppfæra hugbúnaðinn um leið og ný útgáfa gefur verið gefin út: hamborgaravalmyndin (aðalvalmyndin) mun sýna grænan hring með ör sem stefnir upp og þú gætir séð skilaboð varðandi uppfærslu þegar vafrinn opnast. Þú getur uppfært annað hvort handvirkt eða sjálfvirkt.
SJÁLFVIRK UPPFÆRSLA Á TOR-VAFRANUM
Þegar þú ert áminnt/ur á að uppfæra Tor-vafrann, skaltu smella á aðalvalmyndarhnappinn (hamborgarann) og velja "Endurræsa til að uppfæra Tor-vafra".
Bíddu eftir að uppfærslan sé sótt og sett upp, síðan mun Tor-vafrinn endurræsa sig sjálfur. Þú ert þá að keyra nýjustu útgáfuna.
HANDVIRK UPPFÆRSLA Á TOR-VAFRANUM
Þegar þú ert áminnt/ur á að uppfæra Tor-vafrann, skaltu ljúka netvafrinu þínu og loka forritinu.
Fjarlægðu Tor-vafrann úr tölvunni með því að eyða möppunni sem inniheldur forritsskrárnar (skoðaðu kaflann Taka út uppsetningu til að sjá nánari upplýsingar).
Heimsæktu https://www.torproject.org/projects/torbrowser.html.en og náðu í eintak af nýjustu útgáfu Tor-vafrans, settu hana síðan upp eins og venjulega.