FLASH MARGMIÐLUNARSPILARI

Vefsvæði með myndskeiðum, eins og til dæmis Vimeo, nýta sér Flash Player viðbótina til að birta margmiðlunarefni. Því miður virkar þessi hugbúnaður alveg óháð Tor-vafranum og er næsta ógerlegt að láta hann hlýða stillingum Tor-vafrans varðandi milliþjóna (proxy). Þessi hugbúnaður getur þar af leiðandi ljóstrað upp um raunverulega staðsetningu þína og IP-vistfang til rekstraraðila vefsvæðis eða til utanaðkomandi eftirlitsaðila. Af þessum ástæðum er Flash sjálfgefið haft óvirkt í Tor-vafranum og eindregið er mælt gegn því að það sé virkjað.

Sumar myndskeiðaveitur (eins og YouTube) bjóða upp á aðrar leiðir við afspilun myndskeiða sem ekki nota Flash. Þessar aðferðir gætu verið samhæfðar Tor-vafranum.

JAVASCRIPT

JavaScript er forritunarmál sem notað er við smíði vefsvæða til að framkalla gagnvirka þætti á borð við myndskeið, hreyfingar, hljóð og atburði á tímalínu. Því miður er einnig hægt að nota JavaScript til að komast framhjá öryggisstillingum vafrans, sem aftur getur leitt til auðkenningar á þeim sem hann nota.

Tor Browser includes an add-on called NoScript. It's accessible through "Preferences" (or "Options" on Windows) on the hamburger menu (≡), then select 'Customize' and drag the “S” icon to the top-right of the window. NoScript allows you to control the JavaScript (and other scripts) that runs on individual web pages, or block it entirely.

Notendur sem þurfa hátt öryggisstig við vafur sitt á netinu ættu að stilla öryggisstillingasleða Tor-vafrans á “Öruggara” (sem gerir JavaScript óvirkt á vefsvæðum sem ekki nota HTTPS) eða á “Öruggast” (sem lokar á JavaScript á öllum vefsvæðum). Hinsvegar, að gera JavaScript óvirkt mun valda því að margir vefir birtast ekki rétt, því er sjálfgefin stilling Tor-vafrans að leyfa öllum vefsvæðum að keyra skriftur í "Staðlað" hamnum.

VIÐBÆTUR FYRIR VAFRANN

Tor-vafrinn er byggður á Firefox, allar vafraviðbætur eða þemu sem eru samhæfð við Firefox er einnig hægt að setja upp í Tor-vafranum.

Hinsvegar, einu viðbæturnar sem prófaðar hafa verið fyrir notkun með Tor-vafranum eru þær sem koma sjálfgefið uppsettar með honum. Uppsetning á öllum öðrum vafraviðbótum getur skemmt virkni Tor-vafrans eða valdið alvarlegum vandamálum varðandi nafnleynd þína og öryggi. Mælt er sterklega gegn því að aðrar viðbætur séu settar upp, auk þess sem Tor-verkefnið býður ekki neina aðstoð gagnvart vöfrum með slíkum uppsetningum.